Jónsmessunæturdraumur er ærslafullur blekkingaleikur og heillandi ævintýri, eitt allra vinsælasta verk stórmeistara leikhússins, Williams Shakespeares.
Ástin blómstrar, kynjaverur fara á kreik og töfrar sumarnæturinnar taka öll völd í þessum sígilda gamanleik sem hér kemur út í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns.